Fara í efni

Skráning á aðalfund Lánasjóðsins 31. mars 2023

Skráning á aðalfund Lánasjóðsins 31. mars 2023

Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. verður haldinn föstudaginn 31. mars 2023 kl. 16:30 á Grand Hótel, Reykjavík.

Í samræmi við samþykktir Lánasjóðsins verður jafnframt boðið upp á fullgilda rafræna þátttöku á fundinum í gegnum Teams, en auk þess fer atkvæðagreiðsla á fundinum fram með rafrænum hætti. Aðilar þurfa að hafa meðferðis farsíma eða tölvu til að taka þátt í atkvæðagreiðslu.

Mikilvægt er að fundarmenn skrái sig fyrir fram á fundinn. Skráning á fundinn fer fram hér

Vakin er athygli á því að allir sveitarstjórnarfulltrúar eiga rétt á að sækja aðalfundinn svo og fulltrúar fjölmiðla skv. hlutafélagalögum (nr. 2/1995). Sveitarstjóri er sjálfkrafa handhafi atkvæðisréttar sveitarfélagsins.

Dagskrá aðalfundar

1. Setning fundar, kosning fundarstjóra og fundarritara.

2. Skýrsla stjórnar.

3. Ársreikningur 2022 lagður fram til afgreiðslu.

4. Ákvörðun um greiðslu arðs.

5. Kosning stjórnar skv. 15. gr. samþykkta sjóðsins.

6. Kosning endurskoðanda eða endurskoðunarfyrirtækis.

7. Tillaga stjórnar um starfskjarastefnu.

8. Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna fyrir störf þeirra.

9. Tillaga stjórnar um breytingar á samþykktum Lánasjóðsins.

10. Önnur mál.

Ársreikningur fyrir árið 2022 ásamt tillögum til aðalfundar og tillögu kjörnefndar verða aðgengilegar á heimasíðu Lánasjóðsins www.lanasjodur.is.