Fara í efni

Bókanir í fundargerð

Lánasjóðurinn leggur áherslu á að áður en gengið er frá lántöku hjá sjóðnum hafi viðkomandi sveitarstjórn, félag eða stofnun uppfyllt allar formlegar kröfur sem nauðsynlegar eru til að lántakan teljist lögmæt. Mikilvægasta gagnið í því sambandi er fundargerð þess fundar þar sem ákvörðun um lántökuna er tekin.

Sveitarstjórnarlögin gera ríkar kröfur til málsmeðferðar sveitarstjórna þegar teknar eru ákvarðanir um fjárhagslegar skuldbindingar. Ef sveitarstjórn fylgir ekki þessum reglum getur það valdið sveitarfélaginu tjóni og jafnvel leitt til þess að sveitarstjórnarmenn beri persónulega ábyrgð.

Til að tryggja að allir sveitarstjórnarmenn, og/eða stjórnarmenn viðkomandi félags eða stofnunar, hafi nauðsynlegar upplýsingar og að fundargerðin sýni að réttum reglum hafi verið fylgt, hefur Lánasjóðurinn útbúið staðlaðar fyrirmyndir að tillögum. Þessar tillögur má leggja fyrir fund til afgreiðslu og færa í fundargerðina.

Að lokinni ákvörðun þarf að skila Lánasjóðnum afriti af undirritaðri fundargerð sveitarstjórnar.

Hér að neðan má nálgast fyrirmyndir að orðalagi tillagna til afgreiðslu á sveitarstjórnarfundi og bókunar í fundargerð þegar sveitarstjórn tekur ákvörðun um lántöku, veitingu ábyrgðar eða veðsetningu tekna vegna lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga. Í sveitarfélögum þar sem byggðar- eða bæjarráð hefur heimild frá sveitarstjórn til lántöku innan fjárhagsáætlunar, getur bókun um lántöku verið í fundargerð ráðsins, sem síðan er staðfest af sveitarstjórn.

Tillaga að bókun í fundargerð sveitarfélags vegna lántöku og veðs í tekjum sveitarfélagsins.

Ákvörðun um lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga með veði í tekjum sveitarfélagsins:

Bæjarstjórn/sveitarstjórn nafn sveitarfélags samþykkir hér með á fundi sínum að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. XXX.000.000,- samkvæmt þeim lánaskilmálum sem í boði eru á þeim tíma sem lánið er tekið. Lántakan getur verið í formi skammtímaláns, sem forvera langtímaláns, eða sem langtímalán í þeim skuldabréfaflokkum sem Lánasjóðurinn býður hverju sinni. Bæjarstjórnin/sveitarstjórnin hefur kynnt sér skilmála viðkomandi skuldabréfaflokka eins og þeir birtast á heimasíðu Lánasjóðsins. 

Til tryggingar láninu – þ.m.t. höfuðstól, vöxtum, verðbótum, dráttarvöxtum, uppgreiðslugjaldi og öðrum kostnaði – samþykkir bæjarstjórnin/sveitarstjórnin að tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjur og framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, verði veðsettar.

Lánið er tekið til stutt lýsing á tilganginum með lántökunni. Um er að ræða verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga nr. 150/2006 um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga.

Jafnframt er nafn umboðshafa, titill, kt., veitt fullt og ótakmarkað umboð til að undiririta lánasamning við Lánasjóð sveitarfélaga f.h. nafn sveitarfélagsins, sem og til að móttaka, undirrita, gefa út og afhenda öll skjöl, fyrirmæli og tilkynningar sem tengjast lántökunni, þar á meðal beiðni um útborgun láns.

Tillaga að bókun í fundargerð sveitarfélags vegna einfaldrar ábyrgðar félags eða stofnunar sem sveitarfélagið á.

Ákvörðun um veitingu einfaldrar ábyrgðar, veðsetningu tekna til tryggingar ábyrgðinni og umboð til undirritunar lánasamnings vegna láns félags/stofnunar í eigu sveitarfélagsins hjá Lánasjóði sveitarfélaga:

Bæjarstjórn/sveitarstjórn nafn sveitarfélags samþykkir hér með á fundi sínum að veita einfalda ábyrgð á láni nafn félagsins/stofnunarinnar hjá Lánasjóði sveitarfélaga og veðsetja tekjur sveitarfélagsins til tryggingar ábyrgðinni, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. og 1. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Ábyrgðin nær til höfuðstóls lánsins, allt að kr. XXX.000.000-, ásamt vöxtum, verðbótum, dráttarvöxtum, uppgreiðslugjaldi og öðrum kostnaði, samkvæmt þeim lánaskilmálum sem í boði eru þegar lánið er tekið. Lántakan getur verið í formi skammtímaláns, sem forvera langtímaláns, eða sem langtímalán í þeim skuldabréfaflokkum sem Lánasjóðurinn býður hverju sinni. Bæjarstjórnin/sveitarstjórnin hefur kynnt sér skilmála viðkomandi skuldabréfaflokka eins og þeir birtast á heimasíðu Lánasjóðsins. Samþykkið nær jafnframt til undirritunar lánasamnings og þess að sveitarfélagið taki á sig þær skyldur sem þar greinir.

Lánið er tekið til stutt lýsing á tilganginum með lántökunni. Um er að ræða verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga nr. 150/2006 um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga.

Sveitarstjórnin skuldbindur sveitarfélagið sem eiganda félagsins/stofnunarinnar til að selja ekki eignarhlut sinn til einkaaðila, í heild eða að hluta, fyrr en lánið hefur verið að fullu greitt.

Ef sveitarfélagið selur eignarhlut sinn til annarra opinberra aðila, skuldbindur sveitarfélagið sig til að tryggja að nýr eigandi yfirtaki ábyrgð á láninu í hlutfalli við eignarhlut sinn í félaginu.

Jafnframt er nafn umboðshafa, titill, kt., veitt fullt og ótakmarkað umboð til að undiririta lánasamning við Lánasjóð sveitarfélaga f.h. nafn sveitarfélagsins, sem og til að móttaka, undirrita, gefa út og afhenda öll skjöl, fyrirmæli og tilkynningar sem tengjast lántökunni, þar á meðal beiðni um útborgun láns.

Tillaga að bókun í fundargerð sveitarfélags vegna einfaldrar ábyrgðar félags eða stofnunar sem sveitarfélagið á í samvinnu við önnur sveitarfélög.

Ákvörðun um veitingu einfaldrar ábyrgðar, veðsetningu tekna til tryggingar ábyrgðinni og umboð til undirritunar lánasamnings vegna láns félags/stofnunar í eigu sveitarfélagsins hjá Lánasjóði sveitarfélaga:

Bæjarstjórn/sveitarstjórn nafn sveitarfélags samþykkir hér með á fundi sínum að veita einfalda ábyrgð á láni nafn félagsins/stofnunarinnar hjá Lánasjóði sveitarfélaga og veðsetja tekjur sveitarfélagsins til tryggingar ábyrgðinni í samræmi við hlutfall eignarhalds, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. og 1. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Ábyrgðin nær til höfuðstóls lánsins, allt að kr. XXX.000.000-, ásamt vöxtum, verðbótum, dráttarvöxtum, uppgreiðslugjaldi og öðrum kostnaði, samkvæmt þeim lánaskilmálum sem í boði eru þegar lánið er tekið. Lántakan getur verið í formi skammtímaláns, sem forvera langtímaláns, eða sem langtímalán í þeim skuldabréfaflokkum sem Lánasjóðurinn býður hverju sinni. Bæjarstjórnin/sveitarstjórnin hefur kynnt sér skilmála viðkomandi skuldabréfaflokka eins og þeir birtast á heimasíðu Lánasjóðsins. Samþykkið nær jafnframt til undirritunar lánasamnings og þess að sveitarfélagið taki á sig þær skyldur sem þar greinir.

Er lánið tekið til stutt lýsing á tilganginum með lántökunni sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Sveitarstjórnin skuldbindur sveitarfélagið sem eiganda félagsins/stofnunarinnar til að breyta ekki ákvæðum samþykkta félagsins sem kveða á um að félagið megi ekki, að neinu leyti, fara í eigu einkaaðila.

Ef sveitarfélagið selur eignarhlut sinn til annarra opinberra aðila, skuldbindur sveitarfélagið sig til að tryggja að nýr eigandi yfirtaki ábyrgð á láninu í hlutfalli við eignarhlut sinn í félaginu.

Jafnframt er nafn umboðshafa, titill, kt., veitt fullt og ótakmarkað umboð til að undirrita lánasamning við Lánasjóð sveitarfélaga f.h. nafn sveitarfélagsins, sem og til að móttaka, undirrita, gefa út og afhenda öll skjöl, fyrirmæli og tilkynningar sem tengjast lántökunni, þar á meðal beiðni um útborgun láns.

Tillaga að bókun í fundargerð stjórnar félags eða stofnunar sem er að fullu í eigu sveitarfélags eða í samvinnu með öðrum sveitarfélögum.

Ákvörðun um lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga:

Stjórn félags/stofnunar samþykkir hér með á fundi sínum að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. XXX.000.000,- kr. samkvæmt þeim lánaskilmálum sem í boði eru þegar lánið er tekið. Lántakan getur verið í formi skammtímaláns, sem forvera langtímaláns, eða sem langtímalán í þeim skuldabréfaflokkum sem Lánasjóðurinn býður hverju sinni. Stjórn félagsins/stofnunarinnar hefur kynnt sér skilmála viðkomandi skuldabréfaflokka eins og þeir birtast á heimasíðu Lánasjóðsins. Samþykkið nær jafnframt til undirritunar lánasamnings og þess að félagið/stofnunin taki á sig þær skyldur sem þar greinir.

Er lánið tekið til stutt lýsing á tilganginum með lántökunni sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Jafnframt er nafn umboðshafa, titill, kt., veitt fullt og ótakmarkað umboð til að undirrita lánasamning við Lánasjóðs sveitarfélaga f.h. félagsins/stofnunarinnar, sem og til að móttaka, undirrita, gefa út og afhenda öll skjöl, fyrirmæli og tilkynningar sem tengjast lántökunni.

Til tryggingar skilvísri og skaðlausri greiðslu lánsins – þ.m.t. höfuðstól, vöxtum, verðbótum, dráttarvöxtum, uppgreiðslugjaldi og öðrum kostnaði – veitir sveitarfélag/sveitarfélög einfalda ábyrgð, sbr. heimild í 1. og 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Sveitarfélagið/sveitarfélögin setur/setja jafnframt til tryggingar tekjur sínar, nánar tiltekið útsvarstekjur og framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, til veðsetningar sbr. 2. mgr. 68. gr. sömu laga.