Útboð á skuldabréfi með breytilegum vöxtum
Lánasjóður sveitarfélaga efnir til útboðs á nýjum flokki skuldabréfa, LSF 32 1209, fimmtudaginn 4. desember næstkomandi. Skuldabréfin verða gefin út undir útgáfuramma sjóðsins og skráð í kauphöll Nasdaq Iceland. Skuldabréfin eru til sjö ára með breytilegum vöxtum og einni höfuðstólsgreiðslu á lokagjalddaga þann 9. desember 2032. Bréfin bera breytilega REIBOR 3 mánaða vexti að viðbættu álagi sem greiddir eru ársfjórðungslega.
Útboðið verður með hollensku fyrirkomulagi, þ.e. öll skuldabréfin verða seld á hæsta álagi sem tekið verður ofan á 3 mánaða REIBOR vexti.
Áætlaður uppgjörsdagur er þriðjudaginn 9. desember 2025.
Markaðsviðskipti Kviku banka hf. hafa umsjón með útboðinu og fjárfestar skulu skila tilboðum fyrir klukkan 16:00 fimmtudaginn 4. desember 2025 á netfangið midlun@kvika.is
Nánari upplýsingar veita:
Óttar Guðjónsson, framkvæmdastjóri Lánasjóðs sveitarfélaga, í síma 515 4948 eða ottar@lanasjodur.is.
Sigurður Rúnar Ólafsson, markaðsviðskipti Kviku banka, í síma 659 4533 eða sigurdur.olafsson@kvika.is.