Fara í efni

Tilkynning um breytingu á greiðslufrest!

Ljósm.: Ingibjörg Hinriksdóttir
Ljósm.: Ingibjörg Hinriksdóttir

Lánasjóður sveitarfélaga ohf. hefur verið ákveðið að fækka fjölda daga sem gefinn hefur verið í greiðslufrest á samningsbundnum gjalddögum, vegna aukinna umsvifa á síðustu árum og þess hve stakir gjalddagar eru orðnir hátt hlutfall af lausafé sjóðsins.

Greiðslufrestur er sá tími sem hefur verið gefinn er til greiðslu frá gjalddaga skuldar og fram að eindaga. Lántakendur hjá Lánasjóðnum hafa hingað til fengið 7 daga vaxtalausan greiðslufrest á samningsbundnum gjalddögum.

Ákveðið hefur verið að stytta greiðslufrestinn, niður í 3 daga sem skref í aðlögun að skilvirkari innheimtuferli. Mun þriggja daga greiðslufrestur taka gildi 1. janúar 2023.

Hér á árum áður skapaðist sú hefð að veita greiðslufrest á gjalddögum þar sem það gat tekið nokkra daga til að miðla upplýsingum milli tölvukerfa um greiðslur. Í okkar samtíma umhverfi eru upplýsingar senda á milli tölvukerfa á hraða ljóssins og greiðslur skila sér á milli aðila nánast samtímis. Eindagar og greiðslufrestir eru því óþarfir í dag.

Samkvæmt lögum er gjalddagi sú dagsetning sem aðilar hafa komist að samkomulagi um að sé, sá dagur þegar skuld er greidd. Gjalddagi endurspeglar þá umsaminn gjaldfrest eða greiðslufrest sem þykir hæfilegur í viðskiptum milli aðila.

Sé greitt eftir eindaga reiknast dráttavextir frá gjalddaga og fram til greiðsludags.

Tilkynning þess efnis var send í tölvupósti til allra lántakenda, framkvæmdastjóra þeirra, fjármálastjóra og viðtakanda greiðsluseðla sjóðsins, þann 16. desember 2022.

 

Nánari upplýsingar veitir lánastjóri, Þórdís Sveinsdóttir, thordis@lanasjodur.is