Fara í efni

Skuldabréfaútboð fellur niður og endurskoðuð útgáfuáætlun

Vörður
Ljósm.: Ingibjörg Hinriksdóttir
Vörður Ljósm.: Ingibjörg Hinriksdóttir

Samkvæmt útboðsdagatali Lánasjóðs sveitarfélaga var áætlað að halda skuldabréfaútboð miðvikudaginn 18. maí 2022. Í ljósi rúmrar lausafjárstöðu hefur verið ákveðið að fella útboðið niður.

Næsta útboð er fyrirhugað þann 15. júní 2022.

Lánasjóður sveitarfélaga hefur frá áramótum gefið út skuldabréf að fjárhæð 4 milljarðar króna að markaðsvirði. Sjóðurinn áætlar að gefa út 1-2 milljarðar króna til viðbótar á fyrri helmingi ársins og 9-12 milljarðar króna á seinni helmingi ársins. Áætluð heildarútgáfa fyrir árið 2022 er því á bilinu 14-18 milljarðar króna að markaðsvirði.

Uppfærða útgáfuáætlun.

Nánari upplýsingar veitir Óttar Guðjónsson, framkvæmdastjóri, ottar@lanasjodur.is / s. 515 4949