Fara í efni

Niðurstaða úr skuldabréfaútboði - 13. desember 2023

Niðurstaða úr skuldabréfaútboði - 13. desember 2023

Lánasjóður sveitarfélaga var með skuldabréfaútboð í flokkunum LSS 39 0303 og LSS151155 þann 13. desember 2023. Uppgjör viðskipta fer fram 18. desember 2023.

Alls bárust tilboð í LSS 39 0303 að nafnvirði ISK 2.778.000.000 á bilinu 3,68% - 3,81%. Ákveðið var að taka tilboðum að nafnvirði ISK 1.930.000.000 á ávöxtunarkröfunni 3,70%. Útistandandi fyrir voru ISK 20.857.600.000 að meðtöldum eigin bréfum Lánasjóðsins vegna viðskiptavaktar (ISK 500.000.000). Heildarstærð flokksins er nú ISK 22.787.600.000.

Alls bárust tilboð í LSS151155 að nafnvirði ISK 425.000.000 á bilinu 3,39% - 3,48%. Ákveðið var að taka tilboðum að nafnvirði ISK 425.000.000 á ávöxtunarkröfunni 3,48%. Útistandandi fyrir voru ISK 28.680.000.000 að meðtöldum eigin bréfum Lánasjóðsins vegna viðskiptavaktar (ISK 440.000.000). Heildarstærð flokksins er nú ISK 29.105.000.000.

Niðurstaða viðbótarútgáfu úr skuldabréfaútboði

Samkvæmt 1. gr. í skilmálum aðalmiðlarasamnings í tengslum við útgáfu skuldabréfa Lánasjóðs sveitarfélaga stendur aðalmiðlurum til boða að kaupa 10% af nafnverði þess sem selt var í útboðinu á meðalverði samþykktra tilboða til kl. 12 á næsta virka degi eftir að útboði lýkur. Hver aðalmiðlari sem á samþykkt tilboð í undangengnu útboði öðlast kauprétt í réttu hlutfalli við það magn sem þeir hafa keypt í útboðinu. Jafnframt áskilur Lánasjóðurinn sér rétt til að selja meira en 10% ef eftirspurn er til staðar.

Alls bárust tilboð í LSS 39 0303 að nafnvirði ISK 2.788.000.000 á bilinu 3,68% - 3,81%. Ákveðið var að taka tilboðum að nafnvirði ISK 1.930.000.000 á ávöxtunarkröfunni 3,70%. Að þessu sinni óskuðu aðalmiðlarar eftir að nýta sér kauprétt fyrir viðbót í LSS 39 0303 fyrir ISK 120.000.000 að nafnvirði á ávöxtunarkröfunni 3,70%. Samþykkt viðbót nemur ISK 120.000.000 af nafnvirði. Útistandandi fyrir voru ISK 20.857.600.000 að meðtöldum eigin bréfum Lánasjóðsins vegna viðskiptavaktar (ISK 500.000.000). Heildarmagn seldra bréfa í útboðinu að meðtaldri viðbótarútgáfunni er ISK 2.050.000.000. Heildarstærð flokksins er nú ISK 22.907.600.000.