Fara í efni

Niðurstaða aðalfundar Lánasjóðs sveitarfélaga

Niðurstaða aðalfundar Lánasjóðs sveitarfélaga

Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. var haldinn bæði rafrænt og með hefðbundnum hætti 31. mars 2023 kl. 16:30.

Helstu niðurstöður fundarins:

1. Ársreikningur 2022 lagður fram til afgreiðslu.
Aðalfundur samþykkti ársreikning félagsins vegna ársins 2022.

2. Ákvörðun um greiðslu arðs
Aðalfundur samþykkti tillögu stjórnar sem hljóðaði svo: „Stjórn sjóðsins leggur til að á árinu 2023 verði ekki greiddur út arður vegna afkomu 2022 til hluthafa til að styrkja stöðu sjóðsins og tryggja vöxt eigin fjár.“

3. Tillaga um starfskjarastefnu
Starfskjarastefna var samþykkt en engar breytingar eru á starfskjarastefnunni frá fyrra ári.

4. Kosning stjórnar skv. 15 gr. samþykkta félagsins
Í stjórn félagsins voru kjörin:

Aðalmenn:

· Kristinn Jónasson, bæjarstjóri í Snæfellsbæ, var sjálfkjörinn formaður stjórnar

· Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ

· Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfus

· Guðmundur B. Guðmundsson, fyrrum formaður bæjarráðs Akureyrarbæjar

· Halldóra Káradóttir, sviðsstjóri fjármála- og áhættustýringarsviðs Reykjavíkurborgar

Varamenn:

· Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík

· Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum

· Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri Norðurþings

· Fjóla St. Kristinsdóttir, bæjarstjóri Árborgar

· Grímur R. Lárusson, sveitarstjórnarfulltrúi í Húnabyggð

5. Kosning endurskoðanda eða endurskoðunarfyrirtækis
Aðalfundur kaus endurskoðunarfyrirtækið KPMG sem endurskoðanda félagsins fyrir árið 2023.

6. Tillaga um laun stjórnar og undirnefndar stjórnar
Aðalfundur samþykkti tillögu stjórnar um óbreytt stjórnarlaun þannig að laun til stjórnarmanna verði áfram 20% af efsta þrepi launaflokks 149 í launatöflu skrifstofufólks Sambands íslenskra sveitarfélaga fyrir hvern mánuð að viðbættu orlofi, en 30% til formanns stjórnar. Varamenn í stjórn fái 20% af sama launaflokki að viðbættu orlofi fyrir hvern setinn fund. Laun aðalmanna eru nú 141.470 kr. á mánuði en formaður fær 212.204 kr. á mánuði

7. Tillaga stjórnar um breytingar á samþykktum Lánasjóðsins
Engar tillögur lágu fyrir fundinum.

Önnur mál voru ekki borin upp.

Nánari upplýsingar veitir Óttar Guðjónsson, framkvæmdastjóri, ottar@lanasjodur.is / s. 515 4949