Fara í efni

Niðurstaða aðalfundar 2022

Sumardagur í Austurstræti í Reykjavík
Ljósm.: Ingibjörg Hinriksdóttir
Sumardagur í Austurstræti í Reykjavík Ljósm.: Ingibjörg Hinriksdóttir

Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. var haldinn bæði rafrænt og með hefðbundnum hætti 1. apríl 2022 kl. 15:00.

Helstu niðurstöður fundarins:

1. Ársreikningur 2021 lagður fram til afgreiðslu.
Aðalfundur samþykkti ársreikning félagsins vegna ársins 2021.

2. Ákvörðun um greiðslu arðs
Aðalfundur samþykkti tillögu stjórnar sem hljóðaði svo: „Stjórn sjóðsins leggur til að á árinu 2022 verði ekki greiddur út arður vegna afkomu 2021 til hluthafa til að styrkja stöðu sjóðsins og tryggja vöxt eigin fjár.“

3. Tillaga um starfskjarastefnu
Starfskjarastefna var samþykkt með þeim breytingum sem lagðar voru fyrir.

4. Kosning stjórnar skv. 15 gr. samþykkta félagsins

Sjálfkjörið var í stjórn og varastjórn félagsins

Aðalmenn:

· Kristinn Jónasson, bæjarstjóri í Snæfellsbæ, var kjörinn formaður stjórnar

· Arna Lára Jónsdóttir, bæjarfulltrúi í Ísafjarðarbæ

· Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfus

· Guðmundur B. Guðmundsson, formaður bæjarráðs Akureyrarbæjar

· Helga Benediktsdóttir, skrifstofustjóri fjárstýringar- og innheimtuskrifstofu Reykjavíkurborgar

Varamenn:

· Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík

· Karen Halldórsdóttir, bæjarfulltrúi í Kópavogi

· Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri Dalvíkurbyggð

· Lilja Einarsdóttir, oddviti Rangarþingi eystra

· Ólafur Þ. Ólafsson, sveitarstjóri Tálknafjarðarhrepps

5. Kosning endurskoðanda eða endurskoðunarfyrirtækis
Aðalfundur samþykkti tillögu stjórnar sem hljóðaði svo: „KPMG verði ráðið til fimm ára árið 2022.“

6. Tillaga um laun stjórnar og undirnefndar stjórnar
Aðalfundur samþykkti tillögu stjórnar um óbreytt stjórnarlaun.

7. Tillaga stjórnar um breytingar á samþykktum Lánasjóðsins
Engar tillögur lágu fyrir fundinum.

Önnur mál voru ekki borin upp.

Nánari upplýsingar veitir Óttar Guðjónsson, framkvæmdastjóri, ottar@lanasjodur.is / s. 515 4949