Niðurstaða úr skuldabréfaútboði 14. júní
Lánasjóður sveitarfélaga var með skuldabréfaútboð í flokkunum LSS 39 0303 og LSS151155 þann 14. júní 2023. Uppgjör viðskipta fer fram 19. júní 2023.
Alls bárust tilboð í LSS 39 0303 að nafnvirði ISK 3.700.000.000 á bilinu 3,29% - 3,40%. Ákveðið var að taka tilboðum að nafnvirði ISK 400.000.000 á ávöxtunarkröfunni 3,29%. Útistandandi fyrir voru ISK 16.297.600.000 að meðtöldum eigin bréfum Lánasjóðsins vegna viðskiptavaktar (ISK 500.000.000). Heildarstærð flokksins er nú ISK 16.697.600.000.
Alls bárust tilboð í LSS151155 að nafnvirði ISK 900.000.000 á bilinu 3,22% - 3,23%. Ákveðið var að taka tilboðum að nafnvirði ISK 800.000.000 á ávöxtunarkröfunni 3,22%. Útistandandi fyrir voru ISK 27.050.000.000 að meðtöldum eigin bréfum Lánasjóðsins vegna viðskiptavaktar (ISK 440.000.000). Heildarstærð flokksins er nú ISK 27.850.000.000.
Nánari upplýsingar veitir Óttar Guðjónsson, framkvæmdastjóri, ottar@lanasjodur.is / s. 515 4949