Lánasjóður sveitarfélaga fær 3,5 milljarða lán hjá NIB til endurlána
Lánasjóður sveitarfélaga hefur samið við Norræna fjárfestingarbankann (NIB) um lán til 7 ára að fjárhæð 3,5 milljarðar króna.
Lánið verður endurlánað sveitarfélögum til verkefna sem falla að útlánaramma NIB og þannig verður tryggt aðgengi smærri og meðalstórra sveitarfélaga að hagstæðum lánum.
Norræni fjárfestingarbankinn er alþjóðleg fjármálastofnun í eigu aðildarlandanna átta: Danmerkur, Eistlands, Finnlands, Íslands, Lettlands, Litháen, Noregs og Svíþjóðar. Bankinn lánar til opinberra verkefna og einkaverkefna jafnt innan sem utan aðildarríkjanna.