Fara í efni

Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum

Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum

Lánasjóður sveitarfélaga ohf. var eitt af sextán fyrirtækjum sem hlutu viðurkenningu sem fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum að undangengnu formlegu mati sem byggir á leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja sem Viðskiptaráð Íslands, Samtök atvinnulífsins og Nasdaq Iceland gefa út. Viðurkenningarnar voru veittar við hátíðlega athöfn á Nauthóli og tók Þórdís Sveinsdóttir, lánastjóri sjóðsins við verðlaunum fyrir hönd Lánasjóðsins. 

Fyrirmyndafyrirtækin sextán þykja öll vel að nafnbótinni komin enda eru starfshættir stjórna þeirra vel skipulagðir og framkvæmd stjórnarstarfa til fyrirmynda. Félögin eru í fjölbreyttri starfsemi en þar má nefna fjármála- og tryggingastarfsemi, fjarskipti, fjölmiðlarekstur og verkfræðiþjónustu.

Eftirfarandi fyrirtæki fengu viðurkenninguna Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum:

 • Arion banki hf.
 • Eik fasteignafélag hf.
 • Íslandssjóðir hf.
 • Kvika banki hf.
 • Landsbankinn hf.
 • Lánasjóður sveitarfélaga ohf.
 • Mannvit hf.
 • Reginn hf.
 • Reiknistofa bankanna hf.
 • Reitir hf.
 • Stefnir hf.
 • Sýn hf.
 • TM hf.
 • Vátryggingafélag Íslands hf.
 • Vörður hf.
 • Ölgerðin Egill Skallagríms hf.

Stjórnhættir