Fara í efni

Friðjón Gunnlaugsson hefur verið ráðinn sem Lánastjóri hjá Lánasjóði sveitarfélaga.

Friðjón Gunnlaugsson hefur verið ráðinn sem Lánastjóri hjá Lánasjóði sveitarfélaga.

Friðjón Gunnlaugsson hefur verið ráðinn sem Lánastjóri hjá Lánasjóði Sveitarfélaga. Friðjón hefur starfað á fjármálamarkaði frá árinu 2008 og á árunum 2008 til 2017 hjá Arion banka og 2018 til 2020 hjá Stefni. Friðjón hefur frá 2021 starfað hjá KPMG.

Friðjón er með MAcc próf í reikningsskilum og endurskoðun frá Háskóla Íslands og BSc í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík. Friðjón er með próf í verðbréfaviðskiptum og er vottaður fjármálaráðgjafi.

Friðjón er giftur Furu Sóleyju Hjálmarsdóttur og eiga þau þrjár dætur.

Lánasjóður sveitarfélaga ohf. er lánafyrirtæki í eigu sveitarfélaga landsins. Meginhlutverk Lánasjóðsins er að tryggja íslenskum sveitarfélögum, stofnunum þeirra og fyrirtækjum lánsfé á hagstæðum kjörum. Útlán hans takmarkast þó við verkefni sem hafa almenna efnahagslega þýðingu.