Fara í efni

Framvinduskýrsla grænna skuldabréfa 2021

Ljósm.: Magnús Karel Hannesson
Ljósm.: Magnús Karel Hannesson

Lánasjóður sveitarfélaga hefur sett sér það markmið að vera leiðandi í umhverfismálum og hafa samfélagslega ábyrgð að leiðarljósi í allri sinni starfsemi og ákvarðanatöku. Lánasjóðurinn hvetur sveitarfélög að leggja sitt af mörkum til sjálfbærrar þróunar með því að fara í verkefni sem milda loftslagsbreytingar og hafa jákvæð umhverfisáhrif. Helsta verkfæri Lánasjóðsins til að uppfylla þessi markmið er að veita sveitarfélögum hagkvæma fjármögnun á umhverfisbætandi verkefnum sveitarfélagana með grænum lánveitingum.

Eftirspurn eftir grænum lánveitingum jókst verulega á milli ára og lánaði sjóðurinn út á árinu 2021 rúmar 2.535 milljónir. Til samanburðar lánaði sjóðurinn 957 milljónir í grænar lánveitingar árið 2020, sem er 265% aukning í grænum lánveitingum á milli ára.

Græna umgjörð Lánasjóðsins tekur á þeim verkefnum sem sveitarfélög eru ábyrg fyrir í grunnþjónustu í umhverfismálum enda eru þau lykilaðilar þegar kemur að rekstri fráveitna, vatnsveitna og hitaveitna, hirðu og meðhöndlun úrgangs auk hreinsunar á landi sveitarfélagsins. Á næstu árum standa sveitarfélögin frammi fyrir auknum lagalegum kröfum varðandi loftlagsmál, úrgangsstjórnun, innleiðingu hringrásarhagkerfis og náttúruvernd. Meðal annars taka gildi umfangsmiklar breytingar á lögum um úrgangsmál og innleiðingu á hringrásarhagkerfis, hér á landi í byrjun næsta árs. Ljóst er að með þessari innleiðingu og lagabreytingum munu sveitarfélög landsins þurfa að endurskoða verklag og þau stjórntæki sem þau hafa hingað til nýtt sér við meðhöndlun úrgangs.

Hér má skoða framvinduskýrslu grænna lánveitinga