Fara í efni

Erlend lántaka og endurskoðuð útgáfuáætlun

Erlend lántaka og endurskoðuð útgáfuáætlun

Lánasjóður sveitarfélaga hefur frá áramótum gefið út skuldabréf að fjárhæð samtals 12,1 milljarða króna að markaðsvirði. Sjóðurinn áætlar að gefa út 3 til 9 milljarða króna til viðbótar á árinu. Áætluð heildarútgáfa fyrir árið 2023 er því á bilinu 15 til 21 milljarðar króna að markaðsvirði.

Þá hefur stjórn Lánasjóðsins veitt framkvæmdastjóra heimild til að ganga frá fjármögnunarramma við Þróunarbanka Evrópuráðsins að fjárhæð 20 milljónir evra. Nánari upplýsingar um verkefni sem falla undir fjármögnunarramma Þróunarbanka Evrópuráðsins má finna á vefsíðu Lánasjóðsins.

Næsta útboð er fyrirhugað þann 11. október 2023.