Fara í efni

Framvinduskýrsla grænna útlána 2022

Framvinduskýrsla grænna útlána 2022

Lánasjóður sveitarfélaga hefur gefið út framvinduskýrslu grænna útlána fyrir árið 2022. Útlán til grænna verkefna sveitarfélaga dróst saman á árinu 2022 í samanburði við græn útlán á árinu 2021.

Skýrsluna má lesa hér.

Heildarlánveitingar Lánasjóðsins fyrir árið 2022 voru 983 milljónir. Það er umtalsvert lækkun frá árinu 2021, en þá lánaði sjóðurinn út 2.535 milljónir í grænar lánveitingar. Árið 2021 var metár í grænum lánveitingum frá því að Lánasjóðurinn hóf umhverfisbætandi vegferð sína. Árið þar á undan eða 2020 þá lánaði sjóðurinn sambærilega fjárhæð á árinu 2022 eða 957 milljónir í grænar lánveitingar. Fimm aðilar tóku græn lán hjá sjóðnum 2022 til samanburðar við níu aðila árið áður.

Í júní á þessu ári tók gildi löggjöf sem varðar auknar upplýsingakröfu um sjálfbærni hjá fjármálafyrirtækjum. Lánasjóðurinn mun í framhaldinu þurfa að afla og birta viðtækari upplýsingar í ársskýrslum og öðru útgefnu efni, um lánveitingar til sveitarfélaga og félaga í þeirra eigu.

Nánari upplýsingar veitir Þórdís Sveinsdóttir, lánastjóri. thordis@lanasjodur.is