Umhverfisstefna

Umhverfisstefna Lánasjóðs sveitarfélaga

Stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga hefur sett sér umhverfisstefnu sem staðfestir vilja stjórnar og starfsmanna til að leggja sitt af mörkum til náttúruverndar og loftslagsmála. 

Tækifæri Lánasjóðsins liggur fyrst og fremst í því að fjármagna verkefni sveitarfélaga sem stuðla að náttúruvernd og fyrirbyggja loftslagsbreytingar. Einnig liggja tækifæri í innri starfsemi sjóðsins sem  minnka kolefnisfótspor, lágmarka notkun á skrifstofuvörum og minnka sorp svo eitthvað sé nefnt. 

Útgáfurammi grænna skuldabréfa Lánasjóðsins skilgreinir þau skilyrði sem þurfa að vera uppfyllt til þess að verkefni geti fallið undir grænar lánveitingar. Haldið verður sérstaklega utan um grænar lánveitingar og mun ársreikningur innihalda yfirlit yfir græna lánasafnið þar sem  m.a. er skýrt frá umhverfislegum ávinningi allra verkefna. 

Útgáfa grænna skuldabréfa dýpkar einnig markaðinn fyrir sjálfbærar og ábyrgar fjárfestingar sem  búist er við að aukist mjög á komandi árum. Þannig er stuðlað að því að sem flestir sem koma að verkefnunum hafi umhverfisleg sjónarmið að leiðarljósi.