Stofnsamningur

Stofnsamningur

S T O F N S A M N I N G U R

1. gr.

Heiti félagsins er Lánasjóður sveitarfélaga ohf. Heiti félagsins á ensku er Municipality Credit Iceland Plc. Heimilisfangfélagsins er að Borgartúni 30 í Reykjavík.

2. gr.

Tilgangur félagsins er að tryggja íslenskum sveitarfélögum, stofnunum þeirra og fyrirtækjum lánsfé til verkefna, sem hafa almenna efnahagslega þýðingu, á hagstæðum kjörum, svo og önnur fjármálaþjónusta við sveitarfélög og önnur starfsemi sem rekin verður í eðlilegum tengslum við megintilgang félagsins. Skilyrði fyrir lánveitingu til fyrirtækja og stofnana er að þau séu alfarið í eigu sveitarfélaga eða sveitarfélaga og ríkissjóðs sem beri ábyrgð á skuldbindingum þeirra gagnvart félaginu.

3. gr.

Hlutafé félagsins er 5.000.000.000 kr. og greinist í 5.000.000.000 jafna hluti.  Hlutir skulu hljóða á nafn.

Um stofnendur og skiptingu hluta fer samkvæmt bráðabirgðaákvæði II. í lögum nr. 150/2006, um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga. Samkvæmt því skrifa stofnendur sig fyrir hlutafé sem hér segir:

Hlutaféð greiðist með því að félagið yfirtekur allar eignir, réttindi, skuldir og skuldbindingar Lánasjóðs sveitarfélaga miðað við 1. janúar 2007, sbr. bráðabirgðaákvæði I. í lögum nr. 150/2006, um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga. Fyrir liggja ársreikningar Lánasjóðs sveitarfélaga vegna síðustu tveggja reikningsára, stofnefnahagsreikningur félagsins miðað við 1. janúar 2007 og sérfræðiskýrsla í samræmi við ákvæði 6. gr. laga nr. 2/1995, um hlutafélög.

4. gr.

Kostnaður við stofnun félagsins, sem er áætlaður 5.000.000 kr., greiðist úr félagssjóði.

Reykjavík, 23. mars 2007.