Hluthafafundur 2010

Stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga boðar hér með til hluthafafundar föstudaginn 1. október 2010 kl. 13:00 í Hofi menningarmiðstöð á Akureyri.

Um framkvæmd á kjöri á fundinum fer samkvæmt ákvæðum hlutafélagalaga. Framkvæmdastjóri sveitarfélags hefur heimild til að koma fram fyrir hönd þess og fara með atkvæði á hluthafafundi nema annað sé ákveðið í sveitarstjórn. Ef annar en framkvæmdarstjóri á að fara með atkvæðisrétt þarf viðkomandi að hafa til þess skriflegt umboð og gott væri ef slíkum umboðum væri skilað til Ragnheiðar Snorradóttur, Lánasjóði sveitarfélaga, pósthólf 8100, 128 Reykjavík, eða á netfangið ragnheiður.snorradottir@samband.is fyrir 28. september nk.

Vakin er athygli á því að rétt til að sækja hluthafafund eiga allir sveitarstjórnarmenn.

Dagskrá hluthafafundarins:


  • Setning fundar, kosning fundarstjóra og fundarritara.
  • Breytingar á samþykktum.
  • Kosning stjórnar skv. 15. gr. samþykktanna.
  • Önnur mál.

Stjórn lánasjóðsins hefur fengið Kjörnefnd til undirbúnings kjörs á landsfundi Sambands íslenskra sveitarfélaga til þess að taka við og fara yfir framboð til stjórnar. Framboðum skal skilað í síðasta lagi á hádegi mánudaginn 26. september nk. til Erlings Ásgeirssonar formanns nefndarinnar, erling.asgeirsson@gardabaer.is.

Tillögur stjórnar sjóðsins um breytingar á samþykktum verður að finna á heimasíðu lánasjóðsins www.lanasjodur.is frá 20. september nk.

  • Hluthafafundur 2010 – Fundarboð
  • Breytingar á samþykktum
  • Greinargerð með breytingum á samþykktum