Starfsreglur kjörnefndar
Starfsreglur kjörnefndar
1. Skipun og hlutverk
Nefndin er skipuð af stjórn Lánasjóðsins og skal hún starfa í samræmi við samþykktir stjórnar og starfsreglur þessar og er hlutverk hennar eftirfarandi:
1) Auglýsa eftir framboðum og setja tímafresti.
2) Taka við og fara yfir framboð sem berast til stjórnarkjörs og kynna frambjóðendum þær kröfur sem gerðar eru til hæfis til stjórnarsetu.
3) Stilla upp tillögu að stjórn og varastjórn fyrir aðal- eða hluthafafund.
4) Gera tillögu um með hvaða hætti varamenn koma inn í forföllum aðalmanna.
5) Leggja tillögu að stjórnarkjöri fyrir aðalfund/hluthafafund.
6) Stjórna kosningu á aðalfundi/hluthafafundi komi til skriflegra kosninga um stjórn.
7) Gera tillögu að fundarstjóra fyrir aðalfund/hluthafafund.
2. Stjórnskipan
Stjórn Lánasjóðsins skal skipa tvo nefndarmenn og formann. Nefndin skipar sér ritara. Einfaldur meirihluti nefndarmanna ræður niðurstöðu mála.
3. Fundir
Formaður boðar fundi nefndarinnar. Einungis nefndarmenn eiga rétt til setu á fundum nefndarinnar. Haldin er einföld fundargerð/skrá um fundi.
4. Upplýsingaskyldur nefndarinnar
Kjörnefnd leggur tillögu fyrir aðalfund og hefur ekki upplýsingaskyldu til sitjandi stjórnar um tillögur sínar. Hún skal þó upplýsa stjórn um þau mál sem hún kann að verða áskynja og getur varðað öryggi Lánasjóðsins eða mögulegt ólögmæti framboða eða frambjóðenda.
5. Trúnaður
Nefndarmenn eru bundnir trúnaði um málefni Lánasjóðsins og önnur atriði sem þeir fá vitneskju um í starfi sínu sem nefndarmenn. Trúnaður helst þó nefndarmenn láti af störfum.
6. Endurskoðun starfsreglnanna
Stjórn Lánasjóðsins skal setja starfsreglur kjörnefndar. Kjörnefnd er heimilt að leggja til við stjórn breytingar á starfsreglunum ef þörf er á.
Þannig samþykkt á stjórnarfundi þann 25. maí 2022.