Reglur um upplýsingaöryggi

Reglur um upplýsingaöryggi 
Utanumhald upplýsinga um eintaka viðskiptamenn.

Reglur þessar eru settar í samræmi við lagagrein 19b í lögum um fjármálafyrirtæki 161/2002.

Starfsmenn Lánasjóðsins hafa aðgengi að öllum upplýsingum um viðskiptamenn sjóðsins starfs síns vegna.  Viðskiptamenn sjóðsins eru eingöngu sveitarfélög ásamt félögum í þeirra eigu í samræmi við lög um lánasjóðinn nr. 150/2006.

Skuldastaða einstakra viðskiptamanna er birt í uppgjörum sjóðsins að því gefnu að skriflegt samþykki viðskiptamanna liggi fyrir í samræmi við 59 gr. laga um fft. 161/2002.  Að öðru leyti eru engar upplýsingar um einstaka viðskiptamenn opinberar.

Viðskiptamenn sjóðsins geta óskað eftir ýmsum upplýsingum frá lánasjóðnum eins og skuldastöðu, greiðsluáætlun ofl.  Til að fá slíkar upplýsingar þarf sveitastjóri eða fjármálastjóri viðkomandi viðskiptavinar að hafa samband við sjóðinn og óska eftir þeim.

Samþykkt af stjórn 27/9/2011