Reglur um upplýsingaöryggi

Reglur um upplýsingaöryggi 

Reglur þessar eru settar í samræmi við 19 gr.b. laga um fjármálafyrirtæki 161/2002.

Starfsmenn Lánasjóðsins hafa aðgengi að öllum upplýsingum um viðskiptamenn sjóðsins starfs síns vegna. Viðskiptamenn sjóðsins eru eingöngu sveitarfélög ásamt félögum í þeirra eigu í samræmi við lög um Lánasjóðinn nr. 150/2006.

Skuldastaða einstakra viðskiptamanna er birt í uppgjörum sjóðsins að því gefnu að skriflegt samþykki viðskiptamanna liggi fyrir í samræmi við 59 gr. laga um fft. 161/2002. Að öðru leyti eru engar upplýsingar um einstaka viðskiptamenn opinberar.

Viðskiptamenn sjóðsins geta óskað eftir ýmsum upplýsingum frá Lánasjóðnum eins og skuldastöðu, greiðsluáætlun ofl. Til að fá slíkar upplýsingar þarf sveitastjóri eða fjármálastjóri viðkomandi viðskiptavinar að hafa samband við sjóðinn og óska eftir þeim.

Í leiðbeinandi tilmælum Fjármálaeftirlitsins nr. 3/2008 þá er kveðið á um að innri endurskoðandi þurfi að hafa ótakmarkaðn aðgang að öllum þáttum í starfssemi, meðal annars skýrslum, skrám og öðrum gögnum sem innri endurskoðandi telur nauðsynleg til að ná fram markmiðum endurskoðenunnar, enda kveður samningur um innri endurskoðun meðal annars um þagnaskyldu varðandi þær upplýsingar sem innri endurskoðun verður uppvísa að við sína vinnu. Gögn eru ekki afhent innri endurskoðun nema með sérstakri beiðni.

Í samræmi við ákvæði 9. gr. laga um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi nr. 87/1998, þá er Lánasjóðinum skylt að veita Fjármálaeftirlitinu aðgang að öllu fjárhagslegum upplýsingum, fundargerðum, skjölum og göngum sem varðar starfsemina sem Fjármálaeftirlitið telur nauðsynlegt. Skv. 3 mgr. 9.gr. þá takmarkar lagaákvæði um þagnarskyldu ekki skyldu til að veita upplýsingar og aðgang að gögnum. Gögn eru ekki afhend Fjármálaeftirlitinu nema með sérstakri beiðni.

Starfsmenn Lánasjóðsins þurfa að veita lögreglu fullan aðgang að upplýsingum eintaka viðskiptavina að undangengnum dómsúrskurði.

Eftirlit með framkvæmd reglnanna er í höndum framkvæmdastjóra Lánasjóðsins.

Reglur þessar eru birtar á heimasíðu Lánasjóðsins, viðskiptavinum til upplýsingar.

 Þannig samþykkt á stjórnarfundi þann 26. maí 2021.