Útborgunarskilyrði

Skilyrði fyrir því að hægt sé að greiða út lán sem Lánasjóður sveitarfélaga hefur samþykkt eru meðal annars að neðangreind skjöl liggi fyrir. Samþykktir og skjöl skulu vera á því formi sem lánasjóðurinn mælir fyrir um.

Gæta skal þess að sveitarstjórnarfundur, boðun hans og ákvarðanataka fari fram í samræmi við sveitarstjórnarlög og samþykktir sveitarfélags. Meðal annars er vakin athygli á 66. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.

I. Lán til sveitarfélagsins
1. a. Staðfest afrit af fundargerð sveitarstjórnar þar sem lántaka, veðsetning tekna og umboð til undirritunar er samþykkt.
  b. Staðfest afrit af fundargerð byggða/bæjarráðs þar sem lántaka, veðsetning tekna og umboð er samþykkt ásamt staðfestu afriti fundargerðar sveitarstjórnar þar sem fundargerð ráðsins er samþykkt eða önnur staðfesting á heimild byggða/bæjarráðs til lántökunnar.
2.   Staðfesting á lögmæti sveitarstjórnarfundar þar sem lántaka er samþykkt/staðfest. Lánasjóðurinn getur fallið frá þessu skilyrði þegar fulljóst er að fundur sé lögmætur.
3.   Lánssamningur eða skuldabréf undirritað af til þess bærum aðila.
4.   Útborgunarbeiðni undirrituð af þeim sem til þess hefur umboð. Sérstök útborgunarbeiðni er undirrituð fyrir hvern lánshluta, ef lán er greitt út í fleiri hlutum.
 
II. Lán til stofnunar/félags í eigu eins eða fleiri sveitarfélaga
1.   Staðfest afrit af fundargerð stjórnar stofnunar/félags þar sem lántaka og umboð til lántöku er samþykkt.
2.   Lánssamningur eða skuldabréf undirritað af til þess bærum aðila.
3.   Staðfest afrit félagssamþykkta með hömlum á meðferð hluta.
4.   Staðfesting á hverjir sitji í stjórn stofnunar/félags, eða útprentun úr hlutafélagaskrá ef við á.
5.   Staðfest afrit fundargerðar sveitarstjórnar þar sem viðeigandi ábyrgð/trygging er veitt.
6.   Útborgunarbeiðni undirrituð af þeim sem til þess hefur umboð. Sérstök útborgunarbeiðni er undirrituð fyrir hvern lánshluta ef lán er greitt út í fleiri hlutum.
7.   Staðfesting á tryggingu eigna ef við á.