Þróunarbanki Evrópuráðsins

Upplýsingar til sveitarfélaga sem hyggjast nota endurlánafé frá CEB

Lánasjóður sveitarfélaga hefur á undanförnum árum samið um lántöku hjá CEB í evrum til 10 ára til verkefna á vegum sveitarfélaganna.

Þróunarbanki Evrópuráðsins í París (CEB) var stofnaður árið 1956 af nokkrum löndum innan Evrópuráðsins og er Ísland einn af átta stofnaðilum bankans. Aðilar að bankanum eru nú 40 ríki. Bankinn hefur fyrst og fremst félagsleg markmið og var verkefni hans í fyrstu að fjármagna félagslegt íbúðarhúsnæði og aðra uppbyggingu, sem tengdust aðstoð við flóttafólk og heimilislaust fólk í Evrópu eftir seinni heimsstyrjöldina. Sjá nánar www.coebank.org

Starfsmenn eru um 150 talsins. Útlán í lok árs 2009 voru 2.190 ma.kr. og árlegar lánveitingar eru um 400-500 ma.kr. CEB hefur hæsta mögulega lánshæfismat (AAA) frá þremur alþjóðlegum lánshæfismatsfyrirtækjum og er með lántökukostnað sem liggur nokkuð undir millibanka-vöxtum (LIBOR).

Lántakendur geta verið ríkissjóðir landa sem eru aðilar að bankanum, sveitarfélög eða héraðsstjórnir og fjármálastofnanir í þeim ríkjum. Lánasjóðir sveitarfélaga á Norðurlöndum aðrir en LS eru lántakendur hjá CEB og eru þá milligönguaðilar fyrir þarlend sveitarfélög.

Útlán CEB eru til 3ja málaflokka:

1. Menntun

 • Bygging skóla og tengdum íþrótta- og menningarmannvirkjum
 • Húsnæði fyrir nemendur
 • Breytingar á skólahúsnæði til að auðvelda aðgengi
 • Bygging á verknámshúsnæði
 • Ofl.

2. Bætt lífsskilyrði í þéttbýli sem og dreifbýli

Til að falla undir þennan flokk verða lánsbeiðnir að berast frá sveitarfélögum þar sem íbúafækkun hefur átt sér stað eða þar sem skortur er á grunninnviðum viðkomandi sveitarfélags. Ef þéttbýlis sveitarfélag sækir um lán er skilyrði um að sveitarfélagið sé hlutfallslega fámennt eða á svæði þar sem landbúnaður, skógrækt eða sjávarútvegur er ríkjandi.

Í þessum tilvikum lánar CEB til eftirfarandi verkefna:

 • Þróun/skipulag landssvæðis
 • Veitufyrirtæki; vatnsveitur, rafveitur, fráveitur og úrvinnslustöðvar
 • Gatnagerð og viðhald gatna
 • Innanbæjarsamgöngur á dreifbýlisstöðum
 • Grunnaðstaða fyrir skóla og heilsugæslu
 • Félagslegir samverustaðir eins og íþrótta-og leikvellir, útivistarsvæði, bókasöfn og kvikmyndahús
 • Áveita með þó fyrirfram ákveðnum hliðarskilyrðum.

3. Umhverfisvernd

 • Minnkun/vinnsla úrgangs
 • Hreinsun og verndun grunnvatns
 • Dragar úr mengun jarðvegs og jarðvegslaga
 • Hljóðeinangrun
 • Framleiðsla á endurnýjanlegri orku
 • Orkusparandi verkefni
 • Minnkun á loftmengun
 • Verndun og þróun líffjölbreytni
 • Hreinni samgöngur

Lán eru almennt veitt til allt að 10 ára og eru lánuð út í evrum. Kostnaður á heildarverkefninu má ekki fara umfram 20 milljónir evra og hlutur CEB í verkefninu má ekki vera umfram 50% af þeim kostnaði sem er áætlaður að falli til á árunum 2009-2011.

Lán til fjármálastofnana eins og Lánasjóðs sveitarfélaga eru yfirleitt svokölluð Multi-project lán þar sem lánasjóðurinn tekur að láni ákveðna fjárhæð og þarf síðan innan 18 mánaða að gefa skýrslu um notkun lánsfjárins og gera þá grein fyrir þeim verkefnum sem fjármögnuð eru með endurlánafé CEB. Það er því mjög mikilvægt að þau sveitarfélög sem fá úthlutað af láni frá CEB haldi vel utan um verkefnið þar sem CEB mun krefjast upplýsinga um kostnaðaráætlun, útboðsvinnslu, tímaramma framkvæmda, raunkostnað vs. áætlanir osfrv.

Búið er að úthluta öllum lánum frá Þróunarbankanum í bili.

Þórdís Sveinsdóttir, thordis@lanasjodur.is, 515-4946