Lánshæf verkefni

Sjóðurinn hefur einungis heimild til að lána til verkefna sem hafa almenna efnahagslega þýðingu, sem þýðir að verkefnið má ekki vera í samkeppnisrekstri. 

Dæmi um verkefni sem sjóðurinn hefur lánað til eru:

  • Skólar (leikskólar, grunnskólar, tónlistarskólar)
  • Hjúkrunar- og dvalarheimili
  • Félagsheimili
  • Gatnagerð
  • Hafnarframkvæmdir
  • Veituframkvæmdir
  • Sundlaugar og önnur íþróttamannvirki
  • Endurfjármögnun afborgana eldri lána
  • Fjárhagsleg endurskipulagning

Lán til fyrirtækja og stofnana í eigu fleiri sveitarfélaga takmarkast við ákvæði í 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga um ábyrgðir sveitarfélaga sem eru túlkuð þannig að eingöngu sé heimilað að veita ábyrgðir vegna framkvæmda, meiriháttar viðhaldsframkvæmda eða endurfjármögnunar á lánum sem sannanlega hafa verið notuð til slíkra framkvæmda.