Greiðslufyrirmæli

Þegar lántakendur greiða af lánum í erlendum myntum

Við greiðslu afborgana og vaxta af lánum í erlendum myntum sendir lánasjóðurinn tilkynningu um greiðslu í erlendri mynt um það bil tveim vikum fyrir gjalddaga.

Bent er á að þegar greitt er í erlendum myntum þarf oftast að gefa viðskiptabankanum fyrirmæli um greiðsluna með tveggja bankadaga fyrirvara.

Greiða skal af lánum í erlendri mynt inn á gjaldeyrisreikning lánasjóðsins. Ef greiðslan kemur frá öðrum banka en viðskiptabanka lánasjóðsins þarf að gefa greiðslufyrirmæli með minnst tveggja bankadaga fyrirvara.

Viðskiptabanki Íslandsbanki, Kirkjusandi, Reykjavík
SWIFT GLITISRE
Greiðslur í EUR:
Reikningur 596 29 65278
IBAN númer IS60 0596 2906 5278 5804 0711 00
Færslubanki Glitnis Citibank, London (CITIGB2L)


Greiðslur í USD:
Reikningur 515 38 101486
IBAN númer IS65 0515 38 101486 580407 1100
Færslubanki Glitnis Bank of America, NY (BOFAUS3N)


Kennitala Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. er 580407-1100.

Ef um greiðslur er að ræða í öðrum myntum vinsamlegast hafið samband við lánasjóðinn.