Félög í eigu sveitarfélaga

Í 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 er að finna heimild fyrir sveitarfélög til að ábyrgjast lán vegna framkvæmda á vegum félaga sem sveitarfélagið á og rekur í samvinnu við önnur sveitarfélög eða aðra opinbera aðila.

Í 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 er að finna heimild fyrir sveitarfélög til að ábyrgjast lán vegna framkvæmda á vegum félaga sem sveitarfélagið á og rekur í samvinnu við önnur sveitarfélög eða aðra opinbera aðila. Samkvæmt lögunum fellur sú ábyrgð úr gildi ef félagið færist að einhverju leyti í eigu einkaaðila.

Þegar LS veitir slíkum félögum lán með ábyrgð eigenda er það gert að skilyrði, til að fyrirbyggja sölu á eignarhlutum til einkaaðila og að ábyrgðin falli þar með niður, að í félagssamþykktir lántakans sé sett svohljóðandi ákvæði:

Sérhver yfirfærsla eignarhluta í félaginu til einkaaðila er óheimil, og skulu gerningar um það ekki hafa gildi gagnvart hlutaskrá félagsins.

Komi til þess að selja eigi félag í eigu sveitarfélaga eða annarra opinberra aðila að hluta eða öllu leyti til einkaaðila og LS hefur lánað til þess félags, þarf að semja um endurgreiðslu lánsins áður en slík eigendabreyting getur átt sér stað.