Viðhorfskönnun 2021 - niðurstöður

4. okt. 2021

Lánasjóður sveitarfélaga framkvæmdi viðhorfskönnun í ágúst á þessu ári. Könnunin var send til framkvæmdastjóra sveitarfélaga, fjármálastjóra og sviðstjóra fjármála.

Könnunin var send til 119 aðila í heildina en 73 aðilar svöruðu könnunni, sem er 61% svarhlutfall. Sambærileg viðhorfskönnun var gerð árið 2013 og var svarhlutfallið þá aðeins hærra eða 68%.

Ákveðið var að endurtaka sömu spurningar og lagðar voru fyrir árið 2013 til að hafa samanburð. Einnig voru lagðar fyrir nýjar spurningar sem snéru að þjónustu sjóðsins og mögulegum fjármögnunarleiðum næstu ára.

Stjórn og starfsmenn Lánasjóðsins vilja þakka öllum þeim sem gáfu sér tíma til að svara könnuninni og veita innsýn inní þörf sveitarfélaganna næstu ári.

Einnig þökkum við kærlega fyrir þau góðu ummæli um þjónustu og störf sjóðsins sem og gagnlegar ábendingar sem bárust.

Hér má sjá niðurstöðurnar úr viðhorfskönnun 2021