Skuldabréfaútboð 13.september fellur niður.

8. sep. 2023

Samkvæmt útboðsdagatali Lánasjóðs sveitarfélaga var áætlað að halda skuldabréfaútboð miðvikudaginn 13. september 2023. Í ljósi rúmrar lausafjárstöðu hefur verið ákveðið að fella útboðið niður.

Næsta útboð er fyrirhugað þann 11. október 2023.

Nánari upplýsingar veitir:
Óttar Guðjónsson, framkvæmdastjóri Lánasjóðs sveitarfélaga, í síma 515 4948 eða ottar@lanasjodur.is