Nýtt útlán fyrir sveitarfélög og félög í þeirra eigu

Lánaflokkur LSS 39 0303

18. mar. 2022

Útlánið er verðtryggt með föstum vöxtum, sem taka mið af lánakjörum sjóðsins á hverjum tíma. Hér er hægt að sjá núverandi lánakjör. 

Lánið er til 17 ára með 34 vaxtagreiðslum en 30 afborgunum af höfuðstól. Gjalddagar lánsins verða á sex mánaðar fresti, 20. febrúar og 20. ágúst. 

Endurgreiðsla höfuðstóls verður með jöfnum afborgunum á sex mánaðar fresti og er fyrsta afborgun af höfuðstól þann 20. ágúst 2024. Lokagjalddagi lánsins er 20. febrúar 2039.  

Nánari upplýsingar veitir lánastjóri Lánasjóðsins, Þórdís Sveinsdóttir, thordis@lanasjodur.is.