Niðurstaða úr skuldabréfaútboði

13. maí 2020

Lánasjóður sveitarfélaga var með skuldabréfaútboð í LSS150434 og LSS151155 þann 13. maí 2020. Uppgjör viðskipta fer fram 15. maí 2020.

Alls bárust tilboð í LSS150434 að nafnvirði ISK 3.653.600.000 á bilinu 1,28% - 1,38%. Ákveðið var að taka tilboðum að nafnvirði ISK 2.613.600.000 á ávöxtunarkröfunni 1,33%. Heildarstærð flokksins að nafnvirði fyrir útboðið var ISK 59.451.152.565 en er nú ISK 62.064.752.565.

Alls bárust tilboð í LSS151155 að nafnvirði ISK 80.000.000 á bilinu 1,53% - 1,55%. Ákveðið var að taka tilboðum að nafnvirði ISK 80.000.000 á ávöxtunarkröfunni 1,55%. Heildarstærð flokksins að nafnvirði fyrir útboðið var ISK 22.684.000.000 en er nú ISK 22.764.000.000.