Niðurstaða úr skuldabréfaútboði

21. ágú. 2019

Lánasjóður sveitarfélaga var með skuldabréfaútboð í LSS150434 og LSS151155 þann 21. ágúst 2019. Uppgjör viðskipta fer fram 23. ágúst 2019.

Alls bárust tilboð í LSS150434 að nafnvirði ISK 920.000.000 á bilinu 1,47% - 1,56%. Ákveðið var að taka tilboðum að nafnvirði ISK 920.000.000 á ávöxtunarkröfunni 1,56%. Útistandandi fyrir voru ISK 48.952.152.565. Heildarstærð flokksins er nú ISK 49.872.152.565.

Alls bárust tilboð í LSS151155 að nafnvirði ISK 1.320.000.000 á bilinu 1,71% - 1,75%. Ákveðið var að afþakka öll tilboð. Heildarstærð flokksins er ISK 22.124.000.000.