Niðurstaða í skuldabréfaútboði

19. maí 2021

Lánasjóður sveitarfélaga var með skuldabréfaútboð í LSS150434 þann 19. maí 2021. Uppgjör viðskipta fer fram 21. maí 2021. Alls bárust tilboð í LSS150434 að nafnvirði ISK 4.770.000.000 á bilinu 0,93% - 1,02%. Ákveðið var að taka tilboðum að nafnvirði ISK 2.155.000.000 á ávöxtunarkröfunni 0,94%. Heildarstærð flokksins að nafnvirði fyrir útboðið var ISK 92.393.652.565 en er nú ISK 94.548.652.565.

Lánasjóðurinn hefur ákveðið að fella niður útboð sem fyrirhugað var þann 15. júní næstkomandi. Markaðsvirði skuldabréfaútgáfu á þessu ári nemur nú 18,2 milljörðum.

Nánari upplýsingar veitir:
Örvar Þ. Ólafsson
Sími: 515 4947
T-póstur: orvar@lanasjodur.is