Niðurstaða aðalfundar

29. mar. 2019

Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. var haldinn föstudaginn 29. mars 2019 kl. 15:45 á Grand Hótel Reykjavík.

Helstu niðurstöður fundarins:

1. Ársreikningur 2018 lagður fram til afgreiðslu.
Aðalfundur samþykkti ársreikning félagsins vegna ársins 2018.

2. Ákvörðun um greiðslu arðs
Aðalfundur samþykkti tillögu stjórnar um að þann 12. apríl verði hluthöfum greiddar 428 milljónir króna í arð vegna ársins 2018.

3. Kosning stjórnar skv. 15 gr. samþykkta félagsins
Sjálfkjörið var í stjórn og varastjórn félagsins

Aðalmenn:

  • Kristinn Jónasson, bæjarstjóri í Snæfellsbæ, var kjörinn formaður stjórnar
  • Arna Lára Jónsdóttir, bæjarfulltrúi í Ísafjarðarbæ
  • Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfus
  • Guðmundur B. Guðmundsson, formaður bæjarráðs Akureyrarbæjar
  • Helga Benediktsdóttir, deildarstjóri fjárstýringar hjá Reykjavíkurborg

Varamenn:

  • Jón Ingi Hákonarson, bæjarfulltrúi Hafnarfirði
  • Karen Halldórsdóttir, bæjarstjórn Kópavogs
  • Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri Dalvíkurbyggð
  • Lilja Einarsdóttir, oddviti Rangarþingi eystra
  • Ólafur Þ. Ólafsson, bæjarstjórn Suðurnesjabæjar

4. Kosning endurskoðanda eða endurskoðunarfyrirtækis
Árið 2015 var PwC ráðið sem enduskoðandi Lánasjóðsins til 5 ára. Ekki er heimilt að segja upp samningnum nema sérstakar ástæður kalli á það. Ekki var gerð athugasemd við þetta.

5. Tillaga stjórnar um starfskjarastefnu
Starfskjarastefna var samþykkt óbreytt.

6. Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna fyrir störf þeirra
Aðalfundur samþykkti tillögu stjórnar um óbreytt stjórnarlaun

Önnur mál voru ekki borin upp og var fundi slitið kl. 17.15

Nánari upplýsingar veitir Óttar Guðjónsson í síma 515 4949 eða ottar@lanasjodur.is