Endurskoðuð útgáfuáætlun

1. apr. 2020

Lánasjóður sveitarfélaga hefur frá áramótum gefið út skuldabréf að fjárhæð 6,3 milljarða að markaðsvirði. Fyrir liggur útgáfuáfuáætlun sjóðsins sem hljóðar upp á 10-12 ma.kr. á fyrri helmingi ársins og 4-6 ma.kr. á seinni helmingi ársins eða alls 14 til 18 ma.kr. fyrir árið 2020.

Fjárþörf sveitarfélaga mun aukast í ljósi aðstæðna og þeirra aðgerða sem þau munu grípa til á næstu mánuðum í tengslum við baráttuna gegn COVID-19 veirunni. Það er mat stjórnenda Lánasjóðsins að eftirspurn eftir útlánum sjóðsins muni aukast m.v. fyrri væntingar. Útgáfuáætlun sjóðsins er hér með aukin um 7 ma.kr. að markaðsvirði fyrir árið 2020 þannig að áætlun fyrir fyrri helming ársins hækkar um 1 milljarð króna en 6 milljarða króna á seinni helmingi ársins. Uppfærð áætlun fyrir árið 2020 er því sem hér segir:

Áætlun 2020 1H 2H Alls
Útgáfa skuldabréfa 11-13 10-12 21-25

Tölur eru í milljörðum króna að markaðsverðmæti

Áætlun þessi miðast við núverandi aðstæður á markaði. Verði breytingar á markaðsaðstæðum má reikna með að ofangreind áætlun geti breyst. Lánasjóður sveitarfélaga endurskoðar áætlanir sínar hálfsárslega eða oftar ef þörf krefur.

Útgáfuáætlun og útboðsdagatal má finna á heimasíðu Lánasjóðsins: https://www.lanasjodur.is/fjarfestar/utgafuaaetlun/