Árshlutauppgjör og kynningarfundur

24. ágú. 2021

Lánasjóður sveitarfélaga ohf. mun birta árshlutauppgjör sitt miðvikudaginn 25. ágúst 2021.

Opinn kynningarfundur fyrir markaðsaðila verður haldinn fimmtudaginn 26. ágúst kl. 12:00 á skrifstofu sjóðsins, Borgartúni 30, 5 hæð. Óttar Guðjónsson framkvæmdastjóri mun kynna afkomu og efnahag sjóðsins ásamt því að svara spurningum. Boðið verður upp á léttan hádegisverð.

Boðið er upp á að sækja fundinn rafrænt í gegnum Teams. Þátttakendur eru beðnir um að staðfesta komu sína eigi síðar en 25. ágúst með því að senda t-póst á ottar@lanasjodur.is og tiltaka hvort þeir hyggjast mæta á staðfund eða sækja fundinn rafrænt.

Nánari upplýsingar veitir Óttar Guðjónsson, framkvæmdastjóri, ottar@lanasjodur.is / s. 515 4949.