Árshlutauppgjör og kynningarfundur

26. ágú. 2019

Lánasjóður sveitarfélaga ohf. mun birta árshlutauppgjör sitt þriðjudaginn 27. ágúst 2019.

Opinn kynningarfundur fyrir markaðsaðila verður haldinn miðvikudaginn 28. ágúst í starfsstöð sjóðsins, Borgartúni 30, 5 hæð. Óttar Guðjónsson framkvæmdastjóri mun kynna afkomu og efnahag sjóðsins ásamt því að svara spurningum. Kynningin hefst kl. 12:00 og verður léttur hádegisverður í boði.

Nánari upplýsingar veitir Óttar Guðjónsson, framkvæmdastjóri, s. 515 4949.