Árshlutareikningur 30. júní 2019

27. ágú. 2019

Hagnaður Lánasjóðs sveitarfélaga nam 480 milljónum króna á fyrri árshelmingi 2019 samanborið við 310 milljónir króna á sama tímabili árið 2018. Heildareignir Lánasjóðsins þann 30. júní voru 114,8 milljarðar króna samanborið við 105,4 milljarða í árslok 2018. Heildarútlán sjóðsins námu 108 milljörðum króna samanborið við 99 milljarða í árslok 2018. Stækkun á lánasafni síðastliðna 12 mánuði nemur 17 milljörðum króna.

Eigið fé Lánasjóðsins nam 17.964 milljónum króna á móti 17.912 milljónum króna í árslok 2018. Vegið eiginfjárhlutfall samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki er 71% en var 77% í árslok 2018.

Markaðsverðmæti verðbréfaútgáfu á fyrri hluta ársins var 11,4 milljarðar króna en var 13,4 milljarðar á sama tíma í fyrra. Á síðustu 12 mánuðum nam verðbréfaútgáfa 20,6 milljörðum króna.

Helstu niðurstöður í milljónum króna:

Rekstur fyrstu 6 mánaða ársins 1.1.-30.6.19 1.1.-30.6.18
Hreinar vaxtatekjur................................ 545 427
Aðrar rekstrartekjur (gjöld).................... 40 (18)
Almennur rekstrarkostnaður.................. 104 99
Hagnaður tímabilsins............................ 480 310
Efnahagur í lok tímabils 30.jún.19 31.des.18
Handbært fé........................................... 6.359 6.180
Útlán og kröfur....................................... 108.067 99.051
Eignir samtals....................................... 114.768 105.408
Verðbréfaútgáfa...................................... 93.719 84.536
Aðrar lántökur.......................................... 2.910 2.878
Skuldir samtals...................................... 96.804 87.496
Eigið fé................................................... 17.964 17.912
CAD hlutfall (Basel II)................................ 71% 77%

Framtíðarhorfur
Lánasjóðurinn mun starfa í meginatriðum líkt og undanfarin ár þar sem unnið hefur verið að eflingu á starfsemi hans og aukinni þjónustu við sveitarfélögin með því að nýta gott lánstraust sjóðsins til að útvega sveitarfélögunum lánsfé á hagstæðum kjörum.

Lánasjóður sveitarfélaga ohf. starfar eftir hlutafélagalögum nr. 2/1995, lögum um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002, lögum um sjóðinn nr. 150/2006 og er undir eftirliti Fjármálaeftirlits. Meginhlutverk Lánasjóðsins er að tryggja íslenskum sveitarfélögum, stofnunum þeirra og fyrirtækjum lánsfé á hagstæðum kjörum með veitingu lána eða ábyrgða. Útlán sjóðsins takmarkast við verkefni sem hafa almenna efnahagslega þýðingu.

Árshlutareikningur 30. júní 2019

Kynningarfundur
Opinn kynningarfundur fyrir markaðsaðila verður haldinn miðvikudaginn 28. ágúst í starfsstöð sjóðsins, Borgartúni 30, 5 hæð. Óttar Guðjónsson framkvæmdastjóri mun kynna afkomu og efnahag sjóðsins ásamt því að svara spurningum. Kynningin hefst kl. 12:00 og verður léttur hádegisverður í boði.

Nánari upplýsingar veitir: Óttar Guðjónsson, framkvæmdastjóri, s. 515 4949.