Græn skuldabréf

Fjármögnun á umhverfisbætandi verkefnum sveitarfélaga

Lánasjóður sveitarfélaga gefur út tvo græna skuldabréfaflokka.

  • LSS040440 GB
  • LSB280829 GB

Tilgangur útgáfunnar er að fjármagna verkefni sveitarfélaga sem stuðla að umhverfisvernd og sporna gegn loftslagsbreytingum sem er í takti við umhverfisstefnu Lánasjóðsins.  

Verkefni sveitarfélagana sem fjármögnuð verða með grænum skuldabréfum þurfa að uppfylla þau skilyrði sem koma fram í umgjörð Lánasjóðsins en hann byggir á alþjóðlegum viðmiðum („Green Bond Principles“) sem International Capital Market Association (ICMA) hefur sett saman.

Græn umgjörð LS hefur hlotið vottun frá Sustainalytics sem er leiðandi viðurkenndur vottunaraðili. Samkvæmt vottuninni er umgjörð Lánasjóðsins trúverðug, áhrifarík, gagnsæ og í samræmi við ofangreind viðmið ICMA. 

Dæmi um fjárfestingar sem gætu fallið undir kröfur umgjarðarinnar eru umhverfisvænar samgöngur, vistvænar byggingar, endurnýjanleg orka og orkunýtni, fráveitur og meðhöndlun aukaafurða (úrgangs).

Markaðir Landsbankans er samstarfsaðili Lánasjóðsins við gerð umgjörðarinnar sem og sölu og útgáfu grænu skuldabréfanna. 

Lykilskjöl: 

Framvinduskýrsla grænna skuldabréfa 2022                                                                 Framvinduskýrsla grænna skuldabréfa 2021
Framvinduskýrsla grænna skuldabréfa 2020
Umhverfisstefna Lánasjóðs sveitarfélaga (íslensk þýðing)
Umhverfisstefna Lánasjóðs sveitarfélaga (á ensku) 
Græn umgjörð Lánasjóðs sveitarfélaga (íslensk þýðing)
Græn umgjörð Lánasjóðs sveitarfélaga (á ensku)
Vottun Sustainalytics
Fárfestakynning LSS040440 GB
Umræðugrein um græna fjármögnun sveitarfélaga af vef Landsbankans