Traust staða lánasjóðsins

Lánasjóðurinn hefur ekki tapað útláni síðan hann hóf starfsemi árið 1967. Sveitarfélögin hafa reynst traustir lántakendur. Lánajsjóðurinn hefur einnig mjög góðar tryggingar fyrir lánveitingum sínum til sveitarfélaga, en sveitarfélögin hafa sérstaka heimild í sveitarstjórnarlögum til að veita lánasjóðnum veð í tekjum sínum.